Skilmálar Tölvutinda ehf
Innra öryggi vefs
Þjónusta Tölvutinda ehf útheimtir, þegar það á við, viðkvæmar trúnaðarupplýsingar svo sem kennitölu og númer greiðslukorts notanda til að þjónustan virki að óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónuupplýsinga fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd ásamt viðurkenndum og/eða vottuðum starfsreglum og öryggisstöðlum.
Þinn aðgangur
Sem skráður notandi hjá Tölvutindum ehf berð þú ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. Tölvutindar ehf áskilja sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.
Þín kjör
Reikningsviðskipti fyrirtækja gjaldfærast innan umsamins greiðslufrests á birtu verði sem getur verið listaverð, sérkjör eða tilboðsverð frá söludeild Tölvutinda ehf. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með kreditkorti á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum. Ef þú þarft nánari upplýsingar um þín kjör getur þú sent fyrirspurn með tölvupósti á: leikjatolvur@leikjatolvur.is
Við staðfestingu pöntunar á í netverslun Tölvutinda ehf skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála Tölvutinda ehf, Hér má nálgast fulla viðskiptaskilmála Tölvutinda ehf viðskiptaskilmálar.
Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um breytingar og villur.
Skilaréttur
- 30 daga skilaréttur af vörum ef þær eru í óopnuðum umbúðum gegn framvísun kvittunar fyrir kaupum, eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Skilaréttur þessi á ekki við um sérpantanir eða útsöluvöru.
- 14 daga skilaréttur af vörum, þó búið sé að opna umbúðir og prófa, gegn framvísun kvittunar fyrir kaupum, eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru. Skilaréttur þessi á ekki við tölvuhugbúnað ef innsigli hefur verið rofið og eða sett upp á tölvu viðskiptavinar með samþykki viðskiptavinar.
- Sé vöru skilað eða tilkynnt um skil innan 14 daga frá kaupum eða afhendingu, býðst viðskiptavini full endurgreiðsla eða inneignarnóta sem jafngildir upphaflegu kaupverði, en eftir það er miðað við það verð sem er í verslun við skil sé það lægra.
- Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til Tölvutinda ehf.
- Tekið er á móti vöruskilum þannig að þú sendir tilkynningu um vöruskil á leikjatolvur@leikjatolvur.is og við sækjum viðkomandi vöru.
- Eða notað staðlað uppsagnareyðublað hér sem er samkvæmt reglugerð nr.435/216. Leiðbeiningar um uppsagnareyðublaðið er að finna á þessari slóð https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016
- Sjá nánar í almennum skilmálum Tölvutinda ehf hér
- Sjá vöruskil fyrirtækja hér Vöruskil fyrirtækja
Viðgerðarþjónusta og ábyrgðarmál
- Allur nýr vélbúnaður, sem Tölvutindar ehf afhendir, nýtur ábyrgðar á skilgreindu þjónustutímabili. Sé ábyrgðartími ekki skilgreindur, er hann 1 ár. Búnaður sem seldur hefur verið til neytenda skal vera í ábyrgð í 2 ár frá söludegi. 5 ára ábyrgð kann að gilda í ákveðnum tilfellum ef vöru er ætlaður lengri endingartími.
- Þjónustumiðstöð Tölvutinda annast viðgerðaþjónustu og ábyrgðarmál á öllum búnaði ásamt samsetningum frá Tölvutindum ehf. Þjónustumiðstöð Tölvutinda sækir og skilar vöru milli 8 og 16 alla virka daga Netfang: leikjatolvur@leikjatolvur.is
Lög og varnarþing
Samningssamband Tölvutinda ehf við viðskiptamenn sína fellur undir íslensk lög. Komi til ágreinings sem ekki tekst að leysa getur viðskiptavinur leitað til Kærunefnd vöru – og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík https://kvth.is , einnig getur ágreiningur verið rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur – Austurstræti 19, 101 Reykjavík. Ef einhver ákvæði skilmála þessara eða samnings aðila eru í andstöðu við ófrávíkjanleg lög og reglur sem um þá gilda eða ef slík ákvæði eru dæmd ógild af dómstóli sem hefur lögsögu yfir samningsaðilum, skulu slík samningsákvæði um orðuð á þann veg að sem minnst röskun verði á upphaflegum tilgangi samningsaðilanna innan ramma viðkomandi laga og dómsúrlausna, og skulu ákvæði skilmálanna og/eða samnings aðila að öðru leyti halda fullu gildi.